„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 06:46 Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að veikjast af hótelhóstanum. Jóhann Helgi Hlöðversson Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. „Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“ Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
„Það eru ellefu dagar síðan að tíkin mín hún Rjúpa veikist. Hún er búin að vera drulluslöpp og með þurran hósta og litla matarlyst og lést um fimm kíló,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi á Hótel Vatnsholti og dýravinur mikill. Um er að ræða smitandi öndunarfærasýkingu í hundum sem kallast í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Matvælastofnun setti í fyrra af stað samvinnuverkefni við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hóstanum. Vísir hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Aðframkominn Rjúpa var fyrsti hundur Jóhanns til þess að smitast af pestinni. Hann fór með hana til dýralæknis sem taldi að um bráðaofnæmi gegn gras og mold væri að ræða þar sem Rjúpa er gjörn á að rífa oft upp grasbletti. Hún fékk sterasprautu og sýklalyf og braggaðist um stund. „En svo veikjast hinir hundarnir okkar þeir Móri og Stubbur og bara virkilega illa. Þeir fengu báðir vökva í lungun og gamli kínverski faxhundurinn hann Móri var svo aðframkominn af þessu og náttúrulega orðinn gamall þannig að við urðum að láta hann fara núna á mánudag.“ Stubbur er hins vegar tekinn að braggast en að sögn Jóhanns varð Rjúpa aftur drulluslöpp, tíu dögum eftir að einkennin fóru fyrst að gera vart við sig. Jóhann segir Móra vera sárt saknað. Hér er Jóhann með Móra í fanginu í hinsta sinn þar sem hann smellti á hann síðasta kossinum.Jóhann Helgi Hlöðversson „Þannig að við fórum aftur með hana til dýralæknis í gær og hún fékk kokteil af lyfjum og er strax orðin mun hressari en alltaf með þennan króníska hósta. Þetta er afskaplega þurr hósti og hún er enn slöpp, þannig að við þurfum að passa að ofgera henni ekki, en hún virðist vera að koma til.“ Þarf ekki nema að hitta einn hund Jóhann segist hafa átt hunda um margra ára skeið en muni ekki til þess að þeir hafi veikst eins alvarlega og nú. Hann segir að full ástæða sé til þess að vara hundaeigendur við. „Að vara fólk við því að vera ekki að fara á hundasvæðin eða aðra staði þar sem margir hundar koma saman og sleppa á því á meðan þessi pest gengur yfir. Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta og tekur verulega á þá, þó flestir fari vel út úr þessu.“ Jóhann segir að dýralæknirinn hafi sagt sér að töluvert væri um tilvik nú þar sem hundar smitist af hótelhóstanum. Hann segist vita hvar Rjúpa hafi fengið hóstann, sem dýralæknar segja að sé bráðsmitandi. Þau hafi mætt saman á hundasýningu í Hafnarfirði og gengið þar um í örskamma stund. „Það þarf ekki nema bara að hitta einn hund sem er veikur. Ég heyrði af því að það hefðu margir hundar veikst eftir þá sýningu, því að þetta er auðvitað bráðsmitandi.“
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira