Rafmagnaður hræðsluáróður Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun