Vanhugsuð sameiningaráform Bragi Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:30 Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun