Örlög skólans menntamerkis Sólveig Sigurðardóttir skrifar 8. september 2023 14:00 Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun