Manstu ekki eftir mér? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2023 11:01 „Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun