Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030 Auður Hrefna Guðmundsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:30 Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun