Er ekki kominn tími á aðra nálgun? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun