Bjartsýni aldarinnar Ástþór Magnússon skrifar 11. október 2023 11:00 „Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu. Kjósið þann sem hefur kjark og þrautseigju Hvernig við Íslendingar tökum af skarið til að leiða heimsbyggðina til friðar þarf ekki að velta á kjarklausum stjórnmálamönnum. Íslenska þjóðin þarf að hafa kjark til að Virkja Bessastaði til friðar með því að kjósa einstakling sem hefur þann kjark, bjartsýni og þrautseigju sem þarf til að nýta embætti forseta Íslands í eitthvað annað en innihaldslausan hégóma. Leikandi létt að hitta leiðtoga og áhrifafólk Ég heyrði áhugaverða sögu, um að SUS-liðar hefðu tekið sig til og samið ályktun um að leggja skyldi embætti forseta niður, enda prjál, skraut og óþarfi, og aldeilis ekki ókeypis. Forseti gerði sér þá litið fyrir og bauð SUS-liðum á Bessastaði þar sem hann benti þeim á að forseti ætti alltaf leikandi létt með að hitta leiðtoga og áhrifafólk í öðrum löndum, ellegar fá þá í heimsókn til sín þegar svo bæri undir. Í gegnum embættið gætu Íslendingar þannig haft mjög stuttar boðleiðir hingað og þangað, í gegnum forsetann, og væri þar komið verkfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem myndi kosta margfalt meira ef farið væri eftir öðrum leiðum. Öllum SUS-liðunum ku hafa snúist hugur eftir þetta. Herjað á Íslendinga um vernd og framfærslu Ekki aðeins valda styrjaldir upplausn og senda milljónir manns á vergang sem herja síðan á þjóðir eins og Ísland um vernd og framfærslu. Styrjaldir auka einnig á verðbólgu með hækkun hrávöruverðs og olíu. Styrjaldir eru atvinnulífi og skattgreiðendum dýrkeyptar. Vopnaframleiðendur græða á styrjöldum, flestir aðrir sitja uppi með sárt ennið. Leika sér með eldspýtur Ferðamannaiðnaðurinn er ein stærsta atvinnugrein Íslendinga en gæti lagst í rúst á einni nóttu komi til frekari alþjóðlegra átaka. Olíuverð gæti rokið upp á einni nóttu auk þess sem ferðamönnum yrði ráðlagt að halda sig heima. Flugsæti og hótelherbergi stæðu tóm. Einnig gæti lokast fyrir útflutning frá landinu ef átök hefjast í Atlantshafi. Gjaldeyristekjur Íslendinga gætu hrunið. Óábyrgir stjórnmálamenn leika sér með eldspýtur í styrjöld við Rússland og stefna framtíð Íslensku þjóðarinnar í stórhættu með beinni þátttöku í vopnaflutningum. Virkjum Bessastaði Á næsta ári gefst Íslensku þjóðinni tækifæri að Virkja Bessastaði með því að kjósa forseta sem tekur að sér að leiða heiminn til friðar. Hugmyndafræðin var kynnt með bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins árið 1996. Boðskapur minn fyrir 27 árum virtist Íslendingum fjarlægur, að styrjöldin kæmi heim að dyrum. En nú er það að gerast. Flóttafólk streymir til landsins í leit að vernd og framfærslu á kostnað Íslenskra skattgreiðenda. Yfirlýsingaglaður Utanríkisráðherra segist opna landið fyrir flóttamönnum frá Palestínu. Óljóst er hvort hún ráðgerir að flytja allar tvær milljónirnar sem eru í gíslingu í Gaza til Íslands til að veita vini sínum í Ísrael tækifæri að jafna íbúðabyggðina þar við jörðu. Ljóst er að það vantar mann á Bessastaði sem er fær um að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Það þarf að taka allt annan pól í hæðina en að styðja styrjaldar bröltið. Forseti Íslands þarf að nota áhrifamátt embættisins til að leiða fólk saman til friðar. Fyrri grein á visir.is um þetta mál: https://www.visir.is/g/20232473646d/tikkandi-timasprengja Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun