FAST forvarnir bjarga lífi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun