Bjarni er nú meiri karlinn Símon Vestarr skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Ókei, atriðum í þessari sögu var breytt til að vernda hina saklausu. En þar sem sagan snýst ekki um hina saklausu ætti ég alveg að geta vísað í raunverulegu söguna. Bjössi heitir Bjarni og KFC er ríkisstjórn hans með Framsókn og VG. Afgreiðslan er fjármálaráðuneytið og peningakassinn er söluferli Íslandsbanka. Djúpsteikingarpotturinn er utanríkisráðuneytið og það sem Bjarni sagði í Osló er dauða rottan. Við Íslendingar átum rottuna. Við Íslendingar étum alltaf rottuna. Bjarni er nú meiri karlinn. Sagði við forviða norskan blaðamann að sprengjuárás á flóttamannabúðir væri ekki árás. Að vísu hryllilegur og ólöglegur atburður en ekki árás. Að þessa sprengju(blessun?) bæri ekki að taka úr því samhengi að Ísrael væri að svara fyrir árás hryðjuverkamanna þann sjöunda október. Því, sjáið til, sjöundi október var fyrsti ofbeldisatburðurinn sem átti sér stað í landinu helga. Landstuldur, hernám og aðskilnaðarstefna gerðust aldrei. Hið eina sem Ísrael lét þar áður rigna yfir fangana (afsakið, íbúana) á Gaza-svæðinu voru fjólublöð og fagrar óskir. Já, hann er nú meiri karlinn, hann Bjarni. Hafið þið heyrt söguna af því þegar norskir landnemar fóru að koma til Íslands upp úr aldamótunum 1900? Af stuðningsyfirlýsingu Danakonungs árið 1917 við stofnun norsku landnemanna á Nýja-Noregi árið 1948 á eyjunni sem konungur forfeðra þeirra hafði öðlast yfirráð yfir árið 1262? Munið þið eftir stríðinu þar sem Norðmenn lögðu undir sig enn meir en Danir höfðu ætlað þeim? Eða stríðinu árið 1967 þar sem Íslendingar voru allir reknir út á Vestfjarðakjálkann? Hvað með söguna af því þegar Norðmenn rúlluðu gráir fyrir járnum inn á Ísafjörð og skutu á börn sem rispuðu lakkið á skriðdrekunum þeirra með grjóti? Hvað sögðu þeir aftur? Já, alveg rétt: „Norðmenn eiga rétt á að verja sig.“ Færeyskur atvinnumaður í fótbolta setti tíst á netið um að íslenska þjóðin ætti að vera frjáls, frá Hvalbak til Bjargtanga, og var gerður brottrækur úr liðinu sínu. Í hvert sinn sem árás kostaði norsk líf var hún kölluð hryðjuverk. Á meðan voru Íslendingar stráfelldir og kúgaðir áratugum saman og útkoman kölluð varnaraðgerðir. Nei, ég hef ekki heyrt þessa sögu heldur, af því að hún gerðist aldrei. Þ.e.a.s. aldrei á Íslandi. Ef hún hefði gerst á Íslandi er ég nokkuð viss um að við tækjum því ekki liggjandi að láta fara svoleiðis með okkur. Sannleikskornið í málflutningi þeirra sem bera blak af Ísrael er það að ekkert afsakar árásir á óbreytta borgara eins og þá sem átti sér stað 7. október. En hið sama á við um árásina (afsakið, knúsið) sem Ísrael gerði á flóttamannabúðirnar. Og öll hin skiptin. Ég get ekki gert upp við mig hvort mér þyki verra að auðmannssonur með risahendur og egó í stíl stýri fjármálum heimalands míns og haldi þannig um opið á pyngjunni sem fjármagnar velferðarkerfi okkar eða stýri utanríkismálunum og sé í aðstöðu til að láta út úr sér svona viðurstyggilega Trympsku í okkar nafni á alþjóðavettvangi um að árás sé ekki árás. Eltum röksemdafærslu hans allt til enda – árás á almenning í Palestínu er ekki árás. En árás á vopnlausa borgara í Ísrael er ekki einasta árás heldur hryðjuverk. Af því að Ísraelar eru fólk. Er þetta rétt skilið hjá mér, Bjarni? Þú ert nú meiri karlinn. Eigum við hin kannski að fara að hætta að éta rotturnar hans? Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Símon Vestarr Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum. Ókei, atriðum í þessari sögu var breytt til að vernda hina saklausu. En þar sem sagan snýst ekki um hina saklausu ætti ég alveg að geta vísað í raunverulegu söguna. Bjössi heitir Bjarni og KFC er ríkisstjórn hans með Framsókn og VG. Afgreiðslan er fjármálaráðuneytið og peningakassinn er söluferli Íslandsbanka. Djúpsteikingarpotturinn er utanríkisráðuneytið og það sem Bjarni sagði í Osló er dauða rottan. Við Íslendingar átum rottuna. Við Íslendingar étum alltaf rottuna. Bjarni er nú meiri karlinn. Sagði við forviða norskan blaðamann að sprengjuárás á flóttamannabúðir væri ekki árás. Að vísu hryllilegur og ólöglegur atburður en ekki árás. Að þessa sprengju(blessun?) bæri ekki að taka úr því samhengi að Ísrael væri að svara fyrir árás hryðjuverkamanna þann sjöunda október. Því, sjáið til, sjöundi október var fyrsti ofbeldisatburðurinn sem átti sér stað í landinu helga. Landstuldur, hernám og aðskilnaðarstefna gerðust aldrei. Hið eina sem Ísrael lét þar áður rigna yfir fangana (afsakið, íbúana) á Gaza-svæðinu voru fjólublöð og fagrar óskir. Já, hann er nú meiri karlinn, hann Bjarni. Hafið þið heyrt söguna af því þegar norskir landnemar fóru að koma til Íslands upp úr aldamótunum 1900? Af stuðningsyfirlýsingu Danakonungs árið 1917 við stofnun norsku landnemanna á Nýja-Noregi árið 1948 á eyjunni sem konungur forfeðra þeirra hafði öðlast yfirráð yfir árið 1262? Munið þið eftir stríðinu þar sem Norðmenn lögðu undir sig enn meir en Danir höfðu ætlað þeim? Eða stríðinu árið 1967 þar sem Íslendingar voru allir reknir út á Vestfjarðakjálkann? Hvað með söguna af því þegar Norðmenn rúlluðu gráir fyrir járnum inn á Ísafjörð og skutu á börn sem rispuðu lakkið á skriðdrekunum þeirra með grjóti? Hvað sögðu þeir aftur? Já, alveg rétt: „Norðmenn eiga rétt á að verja sig.“ Færeyskur atvinnumaður í fótbolta setti tíst á netið um að íslenska þjóðin ætti að vera frjáls, frá Hvalbak til Bjargtanga, og var gerður brottrækur úr liðinu sínu. Í hvert sinn sem árás kostaði norsk líf var hún kölluð hryðjuverk. Á meðan voru Íslendingar stráfelldir og kúgaðir áratugum saman og útkoman kölluð varnaraðgerðir. Nei, ég hef ekki heyrt þessa sögu heldur, af því að hún gerðist aldrei. Þ.e.a.s. aldrei á Íslandi. Ef hún hefði gerst á Íslandi er ég nokkuð viss um að við tækjum því ekki liggjandi að láta fara svoleiðis með okkur. Sannleikskornið í málflutningi þeirra sem bera blak af Ísrael er það að ekkert afsakar árásir á óbreytta borgara eins og þá sem átti sér stað 7. október. En hið sama á við um árásina (afsakið, knúsið) sem Ísrael gerði á flóttamannabúðirnar. Og öll hin skiptin. Ég get ekki gert upp við mig hvort mér þyki verra að auðmannssonur með risahendur og egó í stíl stýri fjármálum heimalands míns og haldi þannig um opið á pyngjunni sem fjármagnar velferðarkerfi okkar eða stýri utanríkismálunum og sé í aðstöðu til að láta út úr sér svona viðurstyggilega Trympsku í okkar nafni á alþjóðavettvangi um að árás sé ekki árás. Eltum röksemdafærslu hans allt til enda – árás á almenning í Palestínu er ekki árás. En árás á vopnlausa borgara í Ísrael er ekki einasta árás heldur hryðjuverk. Af því að Ísraelar eru fólk. Er þetta rétt skilið hjá mér, Bjarni? Þú ert nú meiri karlinn. Eigum við hin kannski að fara að hætta að éta rotturnar hans? Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi.
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun