Dómaramálin inn í skólakerfið Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. janúar 2024 10:30 Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Skóla - og menntamál Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar