Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:18 Snæfríður Aþena, dýrahjúkrunarfræðingur á dýraspítalanum í Víðidal annast kisur og önnur dýr á spítalanum af mikilli alúð. Vísir/Einar Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira