Hroki og hleypidómar Bergmann Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 14:01 Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert. Ekki var farið í að leita lausna með skólakerfinu til að valda ekki skaða eins og eðlilegt hefði verið hjá stjórnvaldi eins og Persónuvernd. Skólar landsins fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið og gerðu slíkt hið sama og Reykjavíkurborg. Þúsundir vinnustunda fóru þar fyrir bí og frábær kennsluverkefni hurfu í ruslið. Fannst okkur í skólakerfinu Persónuvernd fara fram með offorsi og að vilji stofnunarinnar til að vinna með skólunum væri enginn. Meira máli virtist skipta að Persónuvernd gæti merkt við að stofnunin hefði haft rétt fyrir sér heldur en að hugsa um hag nemenda og þann skaða sem myndi hljótast af því að hætta að nota kerfið og eyða öllum gögnum úr því. Undir þennan úrskurð skrifuðu hvorki fleiri né færri en fimm aðilar frá Persónuvernd og var málið blásið út af hálfu stofnunarinnar sem var nú að eigin mati að koma börnum þessa lands til hjálpar gegn hinu illa skólakerfi og stórhættulegri tölvutækni. Nú, þegar öll kurl eru komin til grafar, kemur það upp á yfirborðið að ekki stendur steinn yfir steini hjá Persónuvernd eins og þá sem hafa lesið úrskurð stofnunarinnar frá 2021 hefur lengi grunað. Vald er nefnilega vandmeðfarið eins og kemur bersýnilega í ljós þegar um er að ræða stofnun sem enginn kjörinn fulltrúi ber ábyrgð á. Persónuvernd ræður og enginn má draga rök og málatilbúnað stofnunarinnar í efa eins og kom greinilega í ljós þegar reynt var að ræða málin eftir að úrskurður féll. Kerfið átti sko alls ekki að nota lengur, hvað sem skólarnir sögðu. Eins og kennarar landsins vita er Seesaw-kerfið nefnilega einstakt þegar kemur að námi og kennslu. Seesaw er sérstaklega áhrifaríkt þegar kemur að þeim nemendum sem standa höllum fæti þegar um er að ræða hefðbundna kennslu. Kerfið ýtir undir sköpun og fjölbreytt skil og hefur sannað gildi sitt í kennslustofum landsins, aftur og aftur. Aldrei sást þetta betur en þegar skólar landsins lokuðu í Covid faraldrinum og hægt var að halda úti merkingarbærri kennslu í gegnum kerfið. Af reynslu veit ég að fjölmargir nemendur hafa látið ljós sitt skína í gegnum kerfið og þeir kennarar sem notuðu það sakna þess enn. Ávinningur þess að nota Seesaw í skólastarfi á landinu var mikill og olli það miklum skaða þegar Persónuvernd lét loka fyrir kerfið, eitt Evrópulanda. Undirritaður hefur verið í þó nokkrum samskiptum við Persónuvernd síðan stofnunin lét loka Seesaw og hafa þau samskipti ekki verið til að ýta undir álit mitt á þessari stofnun. Einn lögfræðingurinn sagði mér hreint út að hann gæti ekkert aðstoðað mig þar sem stofnunin gæti þurft að úrskurða í málunum, þrátt fyrir að Persónuvernd eigi að vera ráðgefandi, en sá hluti starfseminnar hefur verið ósýnilegur til þessa, allavega fyrir okkur skólafólk. Ekki voru þessi svör til að ýta undir traust mitt á því að stofnunin hafi getu til að vita hvernig hlutirnir eigi að vera. Greinilega hefur hlutverk Persónuverndar ekki verið kynnt fyrir starfsfólki á þeim tíma sem ég var í samskiptum við stofnunina, en um hlutverk Persónuverndar segir: „Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.” Að láta loka fyrir afskaplega gagnlegt kerfi án almennilegs rökstuðnings eða að veita tækifæri til úrbóta er hins vegar greinilega vinnulag stofnunarinnar og fellur ekki að ofangreindri lýsingu á hlutverki hennar. Það er augljóst að stofnunin er rúin trausti eftir þennan dóm og geta hennar til að úrskurða á faglegan og heiðarlegan hátt í málum sem hún tekur fyrir og snúa að skólakerfinu hlýtur hér eftir að vera dregin stórlega í efa. Ber síðan einhver ábyrgð? Hvað segir stjórn Persónuverndar eða forstjóri stofnunarinnar sem fór með himinskautum í fjölmiðlum eftir úrskurðinn 2021? Er það bara hið íslenska, ÚPS, ekki mér að kenna? Það er morgunljóst að skaðinn af þessum úrskurði og vangeta stofnunarinnar við að vinna að lausnum með sveitarfélögum, skólum og ráðuneyti menntamála er mikill. Vinnutap kennara við að missa alla sína vinnu sem lögð var í kerfið til að nýta á komandi árum hleypur á tugum milljóna og ekki er einu sinni hægt að meta til fjár það tap sem nemendur og skólakerfið hafa orðið fyrir vegna lokunar kerfisins. Ætlar Persónuvernd að bæta það? Verður beðist afsökunar á vinnulaginu? Líklega mun ekkert gerast. Enginn stjórnmálamaður kemur nálægt eylandi Persónuverndar sem þarf ekki að svara fyrir neitt. Það kemur svo sem ekkert á óvart hér á landi. En ég kveð ykkur með tilvitnun sem rituð var á Vísi í október í fyrra. „Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa.” – Úr grein eftir forstjóra Persónuverndar sem birtist í Vísi, 19. október árið 2023. Orð að sönnu. Höfundur er verkefnastjóri í upplýsingtækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert. Ekki var farið í að leita lausna með skólakerfinu til að valda ekki skaða eins og eðlilegt hefði verið hjá stjórnvaldi eins og Persónuvernd. Skólar landsins fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið og gerðu slíkt hið sama og Reykjavíkurborg. Þúsundir vinnustunda fóru þar fyrir bí og frábær kennsluverkefni hurfu í ruslið. Fannst okkur í skólakerfinu Persónuvernd fara fram með offorsi og að vilji stofnunarinnar til að vinna með skólunum væri enginn. Meira máli virtist skipta að Persónuvernd gæti merkt við að stofnunin hefði haft rétt fyrir sér heldur en að hugsa um hag nemenda og þann skaða sem myndi hljótast af því að hætta að nota kerfið og eyða öllum gögnum úr því. Undir þennan úrskurð skrifuðu hvorki fleiri né færri en fimm aðilar frá Persónuvernd og var málið blásið út af hálfu stofnunarinnar sem var nú að eigin mati að koma börnum þessa lands til hjálpar gegn hinu illa skólakerfi og stórhættulegri tölvutækni. Nú, þegar öll kurl eru komin til grafar, kemur það upp á yfirborðið að ekki stendur steinn yfir steini hjá Persónuvernd eins og þá sem hafa lesið úrskurð stofnunarinnar frá 2021 hefur lengi grunað. Vald er nefnilega vandmeðfarið eins og kemur bersýnilega í ljós þegar um er að ræða stofnun sem enginn kjörinn fulltrúi ber ábyrgð á. Persónuvernd ræður og enginn má draga rök og málatilbúnað stofnunarinnar í efa eins og kom greinilega í ljós þegar reynt var að ræða málin eftir að úrskurður féll. Kerfið átti sko alls ekki að nota lengur, hvað sem skólarnir sögðu. Eins og kennarar landsins vita er Seesaw-kerfið nefnilega einstakt þegar kemur að námi og kennslu. Seesaw er sérstaklega áhrifaríkt þegar kemur að þeim nemendum sem standa höllum fæti þegar um er að ræða hefðbundna kennslu. Kerfið ýtir undir sköpun og fjölbreytt skil og hefur sannað gildi sitt í kennslustofum landsins, aftur og aftur. Aldrei sást þetta betur en þegar skólar landsins lokuðu í Covid faraldrinum og hægt var að halda úti merkingarbærri kennslu í gegnum kerfið. Af reynslu veit ég að fjölmargir nemendur hafa látið ljós sitt skína í gegnum kerfið og þeir kennarar sem notuðu það sakna þess enn. Ávinningur þess að nota Seesaw í skólastarfi á landinu var mikill og olli það miklum skaða þegar Persónuvernd lét loka fyrir kerfið, eitt Evrópulanda. Undirritaður hefur verið í þó nokkrum samskiptum við Persónuvernd síðan stofnunin lét loka Seesaw og hafa þau samskipti ekki verið til að ýta undir álit mitt á þessari stofnun. Einn lögfræðingurinn sagði mér hreint út að hann gæti ekkert aðstoðað mig þar sem stofnunin gæti þurft að úrskurða í málunum, þrátt fyrir að Persónuvernd eigi að vera ráðgefandi, en sá hluti starfseminnar hefur verið ósýnilegur til þessa, allavega fyrir okkur skólafólk. Ekki voru þessi svör til að ýta undir traust mitt á því að stofnunin hafi getu til að vita hvernig hlutirnir eigi að vera. Greinilega hefur hlutverk Persónuverndar ekki verið kynnt fyrir starfsfólki á þeim tíma sem ég var í samskiptum við stofnunina, en um hlutverk Persónuverndar segir: „Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.” Að láta loka fyrir afskaplega gagnlegt kerfi án almennilegs rökstuðnings eða að veita tækifæri til úrbóta er hins vegar greinilega vinnulag stofnunarinnar og fellur ekki að ofangreindri lýsingu á hlutverki hennar. Það er augljóst að stofnunin er rúin trausti eftir þennan dóm og geta hennar til að úrskurða á faglegan og heiðarlegan hátt í málum sem hún tekur fyrir og snúa að skólakerfinu hlýtur hér eftir að vera dregin stórlega í efa. Ber síðan einhver ábyrgð? Hvað segir stjórn Persónuverndar eða forstjóri stofnunarinnar sem fór með himinskautum í fjölmiðlum eftir úrskurðinn 2021? Er það bara hið íslenska, ÚPS, ekki mér að kenna? Það er morgunljóst að skaðinn af þessum úrskurði og vangeta stofnunarinnar við að vinna að lausnum með sveitarfélögum, skólum og ráðuneyti menntamála er mikill. Vinnutap kennara við að missa alla sína vinnu sem lögð var í kerfið til að nýta á komandi árum hleypur á tugum milljóna og ekki er einu sinni hægt að meta til fjár það tap sem nemendur og skólakerfið hafa orðið fyrir vegna lokunar kerfisins. Ætlar Persónuvernd að bæta það? Verður beðist afsökunar á vinnulaginu? Líklega mun ekkert gerast. Enginn stjórnmálamaður kemur nálægt eylandi Persónuverndar sem þarf ekki að svara fyrir neitt. Það kemur svo sem ekkert á óvart hér á landi. En ég kveð ykkur með tilvitnun sem rituð var á Vísi í október í fyrra. „Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa.” – Úr grein eftir forstjóra Persónuverndar sem birtist í Vísi, 19. október árið 2023. Orð að sönnu. Höfundur er verkefnastjóri í upplýsingtækni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun