Starfsgetumat ríkisins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 07:00 Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar