Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 12:03 Hundarnir voru af tegundinni pomeranian. Myndin er úr safni. Getty Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt. Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt.
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira