Þátttaka nemenda í „verkföllum“ skráð sem „óheimil fjarvist“ Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 08:58 Frá mótmælendum Hagskælinga á Austurvelli 6. febrúar síðastliðinn. Vísir/Arnar Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02
Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54