Hin hljóða millistétt Bjarki Ómarsson skrifar 13. júní 2024 14:30 Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands).
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun