Skömm stjórnvalda - íslensk börn með erlendan bakgrunn Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:00 Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun