Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Jafnréttismál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun