Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 07:50 Sverrir Norland er nokkuð langt frá því að vera ánægður með sumarlokanir á bókasöfnum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Í skoðanagrein sem Sverrir birti á Vísi í morgun, sem ber yfirskriftina Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt, segir Sverrir að sjö ára dóttir hans lesi eins og vindurinn. Stundum þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnist einnig gaman að horfa á bíó- og teiknimyndir, en hann eigi í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnisveitur Ríkisútvarpsins og Símans séu heldur fátæklegar í samanburði við Netflix, Disney, og franskar efnisveitur. „Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum),“ skrifar Sverrir. Banvæn blanda íslensku og YouTube-ensku „Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur.“ Hann finni sterkt fyrir því að neysla fólks á menningarefni fari frekar fram á ensku en íslensku, og hafi jafnvel heyrt af börnum sem tali blöndu af íslensku og ensku sem þau læri í tölvuleikjum og á YouTube. Það sé illskiljanleg blanda. Í desember síðastliðnum var fjallað um afleitar niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýndu fram á að aðeins tvö af hverjum þremur 15 ára börnum hér á landi byggju yfir grunnhæfni í lesskilningi, og aðeins rúmur helmingur drengja á sama aldri: Kvartað yfir skjánotkun en bókasöfnin læst „Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt,“ skrifar Sverrir. Þetta telur hann slæmt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög, sem kunni að líta til þeirra sem ráða ríkjum í ráðhúsinu í leit sinni að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum. „Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu,“ skrifar Sverrir innan sviga. „Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar.“ Nokkrar vikur skili engu í kassann Sverrir klykkir út með tilvísun í rithöfundinn Virginie Despentes, um að staðir þar sem fólk megi vera án þess að versla sér nokkuð, séu óðum að hverfa. „Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans,“ skrifar Sverrir. „Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins.“ Reykjavík Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Borgarstjórn Bókmenntir Grunnskólar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
Í skoðanagrein sem Sverrir birti á Vísi í morgun, sem ber yfirskriftina Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt, segir Sverrir að sjö ára dóttir hans lesi eins og vindurinn. Stundum þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnist einnig gaman að horfa á bíó- og teiknimyndir, en hann eigi í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnisveitur Ríkisútvarpsins og Símans séu heldur fátæklegar í samanburði við Netflix, Disney, og franskar efnisveitur. „Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum),“ skrifar Sverrir. Banvæn blanda íslensku og YouTube-ensku „Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur.“ Hann finni sterkt fyrir því að neysla fólks á menningarefni fari frekar fram á ensku en íslensku, og hafi jafnvel heyrt af börnum sem tali blöndu af íslensku og ensku sem þau læri í tölvuleikjum og á YouTube. Það sé illskiljanleg blanda. Í desember síðastliðnum var fjallað um afleitar niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýndu fram á að aðeins tvö af hverjum þremur 15 ára börnum hér á landi byggju yfir grunnhæfni í lesskilningi, og aðeins rúmur helmingur drengja á sama aldri: Kvartað yfir skjánotkun en bókasöfnin læst „Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt,“ skrifar Sverrir. Þetta telur hann slæmt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög, sem kunni að líta til þeirra sem ráða ríkjum í ráðhúsinu í leit sinni að sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum. „Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu,“ skrifar Sverrir innan sviga. „Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar.“ Nokkrar vikur skili engu í kassann Sverrir klykkir út með tilvísun í rithöfundinn Virginie Despentes, um að staðir þar sem fólk megi vera án þess að versla sér nokkuð, séu óðum að hverfa. „Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans,“ skrifar Sverrir. „Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins.“
Reykjavík Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Borgarstjórn Bókmenntir Grunnskólar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira