Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar 3. október 2024 12:31 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Vinstri græn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun