Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun