Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar 10. desember 2024 09:33 Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Hvalir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala).
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar