„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 19:01 Hundar geta orðið skelfdir vegna flugelda. vísir/vilhelm Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna. Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna.
Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira