Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifa 4. mars 2025 17:31 Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar