Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Tengdar fréttir Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar