Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar 12. mars 2025 08:01 Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun