Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar