Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar 6. apríl 2025 22:32 „Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. En við getum ekki bara valið. Fordæma þarf alla sem brjóta alþjóðalög, sem beita valdi sínu til að níðast á þeim sem minna mega sín í algjöru trássi við leikreglur alþjóðasamfélagsins. Því þær leikreglur tryggja okkar eigið öryggi. Það er nefnilega annar staður í heiminum sem við ættum að hafa mjög miklar áhyggjur af. -Þar er einn tæknivæddasti her heims að murka lífið úr varnarlausum borgurum -Þar er aðskilnaðarstefnu beitt miskunnarlaust gagnvart hernuminni þjóð -Þar er börnum neitað um öll helstu mannréttindi, eins og öryggi, skólagöngu, mat og drykk -Þar er fólk rekið á vergang, aftur og aftur og aftur og aftur -Þar örkumla leyniskyttur börn með hárnákvæmum skotum í olnboga og hné -Þar eru börn aflimuð án deyfingar á illa búnum sjúkrahúsum -Þar hafa heilu ættirnar verið þurrkaðar út í sprengjuárásum því hernámsliðið gerir engan greinarmun á andspyrnumönnum og öðrum -Þar er sprengjum varpað á sjúkrahús, skóla og samkomuhús -Þar eru drónar notaðir til að njósna um fólk og taka það af lífi -Þar er landi rænt og íbúarnir reknir burt -Þar er búið að gera hungur og þorsta að vopnum sem beitt er gegn heilli þjóð -Þar neitar hernámsliðið að fylgja ályktunum SÞ og alþjóðadómstóla -Þar eru bráðaliðar, læknar og blaðamenn drepnir -Þar hefur áratugum saman staðið yfir þjóðernishreinsun -Þar er framið hópmorð -Þar eru framdir glæpir sem bera einkenni þjóðarmorðs Þessi voðaverk sýna öðrum í valdastöðu að hægt er að komast upp með allt ef hervaldið er nógu sterkt og alþjóðleg áhrif nógu mikil. Heimurinn veit af þessu öllu en á meðan stóri bróðir í vestri verndar ólöglega hernámið eru Sameinuðu þjóðirnar getulausar. En hvað getum við gert á litla Íslandi? Það er kominn tími til... -að RÚV neiti að taka þátt í Eurovision á meðan fulltrúar þjóðarmorðingja fá að syngja og dilla sér á sviðinu. Rússlandi er meinuð þátttaka, það sama á að gilda um Ísrael. -að HSÍ, KSÍ, KKÍ og önnur íþróttasambönd tilkynni að Ísland neiti að keppa við íþróttalið frá landi sem stendur fyrir ólöglegu hernámi og þjóðarmorði. Rússnesk lið fá ekki að taka þátt, það sama á að gilda um ísraelsk lið. -að ríki, sveitarfélög og öll fyrirtæki sem láta sig mannréttindi varða neiti allri samvinnu við Rapyd, ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði ísraelska hersins. -að Íslendingar hætti alfarið að kaupa vörur frá Ísrael. -að íslensk fyrirtæki hætti alfarið að flytja inn vörur frá Ísrael. -að íslensk yfirvöld taki undir kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gasa. -að íslensk yfirvöld setji viðskiptabann á Ísrael og fái nágrannaþjóðir til að taka þátt í því. -að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stórar aðgerðir skipta mestu máli en þær litlu hjálpa einnig til. Við erum lítil þjóð með takmörkuð áhrif en við megum ekki bara sitja hjá á meðan ósjálfbjarga þjóð er þurrkuð út. Við höfum ekki efni á að hunsa það að alþjóðalög séu brotin, að leikreglur alþjóðasamfélagsins séu ekki virtar. Þau sem styðja ekki palestínsku þjóðina af manngæsku og samúð, ættu að minnsta kosti að gera það vegna sinna eigin hagsmuna. Ef siðblindir menn í valdastöðum fá enga mótspyrnu, halda þeir áfram að gera allt sem þeim dettur í hug og okkar eigið fullveldi gæti hæglega orðið fórnarlamb í náinni framtíð. Það er kominn tími til að við skiljum að börnin á Gasa eru börn okkar allra. Höfundur er foreldri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
„Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. En við getum ekki bara valið. Fordæma þarf alla sem brjóta alþjóðalög, sem beita valdi sínu til að níðast á þeim sem minna mega sín í algjöru trássi við leikreglur alþjóðasamfélagsins. Því þær leikreglur tryggja okkar eigið öryggi. Það er nefnilega annar staður í heiminum sem við ættum að hafa mjög miklar áhyggjur af. -Þar er einn tæknivæddasti her heims að murka lífið úr varnarlausum borgurum -Þar er aðskilnaðarstefnu beitt miskunnarlaust gagnvart hernuminni þjóð -Þar er börnum neitað um öll helstu mannréttindi, eins og öryggi, skólagöngu, mat og drykk -Þar er fólk rekið á vergang, aftur og aftur og aftur og aftur -Þar örkumla leyniskyttur börn með hárnákvæmum skotum í olnboga og hné -Þar eru börn aflimuð án deyfingar á illa búnum sjúkrahúsum -Þar hafa heilu ættirnar verið þurrkaðar út í sprengjuárásum því hernámsliðið gerir engan greinarmun á andspyrnumönnum og öðrum -Þar er sprengjum varpað á sjúkrahús, skóla og samkomuhús -Þar eru drónar notaðir til að njósna um fólk og taka það af lífi -Þar er landi rænt og íbúarnir reknir burt -Þar er búið að gera hungur og þorsta að vopnum sem beitt er gegn heilli þjóð -Þar neitar hernámsliðið að fylgja ályktunum SÞ og alþjóðadómstóla -Þar eru bráðaliðar, læknar og blaðamenn drepnir -Þar hefur áratugum saman staðið yfir þjóðernishreinsun -Þar er framið hópmorð -Þar eru framdir glæpir sem bera einkenni þjóðarmorðs Þessi voðaverk sýna öðrum í valdastöðu að hægt er að komast upp með allt ef hervaldið er nógu sterkt og alþjóðleg áhrif nógu mikil. Heimurinn veit af þessu öllu en á meðan stóri bróðir í vestri verndar ólöglega hernámið eru Sameinuðu þjóðirnar getulausar. En hvað getum við gert á litla Íslandi? Það er kominn tími til... -að RÚV neiti að taka þátt í Eurovision á meðan fulltrúar þjóðarmorðingja fá að syngja og dilla sér á sviðinu. Rússlandi er meinuð þátttaka, það sama á að gilda um Ísrael. -að HSÍ, KSÍ, KKÍ og önnur íþróttasambönd tilkynni að Ísland neiti að keppa við íþróttalið frá landi sem stendur fyrir ólöglegu hernámi og þjóðarmorði. Rússnesk lið fá ekki að taka þátt, það sama á að gilda um ísraelsk lið. -að ríki, sveitarfélög og öll fyrirtæki sem láta sig mannréttindi varða neiti allri samvinnu við Rapyd, ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði ísraelska hersins. -að Íslendingar hætti alfarið að kaupa vörur frá Ísrael. -að íslensk fyrirtæki hætti alfarið að flytja inn vörur frá Ísrael. -að íslensk yfirvöld taki undir kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gasa. -að íslensk yfirvöld setji viðskiptabann á Ísrael og fái nágrannaþjóðir til að taka þátt í því. -að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stórar aðgerðir skipta mestu máli en þær litlu hjálpa einnig til. Við erum lítil þjóð með takmörkuð áhrif en við megum ekki bara sitja hjá á meðan ósjálfbjarga þjóð er þurrkuð út. Við höfum ekki efni á að hunsa það að alþjóðalög séu brotin, að leikreglur alþjóðasamfélagsins séu ekki virtar. Þau sem styðja ekki palestínsku þjóðina af manngæsku og samúð, ættu að minnsta kosti að gera það vegna sinna eigin hagsmuna. Ef siðblindir menn í valdastöðum fá enga mótspyrnu, halda þeir áfram að gera allt sem þeim dettur í hug og okkar eigið fullveldi gæti hæglega orðið fórnarlamb í náinni framtíð. Það er kominn tími til að við skiljum að börnin á Gasa eru börn okkar allra. Höfundur er foreldri
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar