Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun