Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun