Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar 14. apríl 2025 07:00 Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil. Það var því okkur sem sátum í stjórn SBU augljós ágóði að sameinast í sterkt og öflugt félag sem gæti veitt framúrskarandi þjónustu og hefði burði til að berjast af krafti fyrir réttindum félagsfólks. Þessi vegferð hefur reynst farsæl. Nú þegar höfum við í Visku markað okkur mikilvæga stöðu – félagið er orðið eitt af stærstu stéttarfélögum landsins með vel skipulagða og burðuga skrifstofu sem veitir metnaðarfulla og markvissa þjónustu við félagsfólk og er tilbúin til að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru. Félagið sýndi styrk sinn í kjarasamningsviðræðum síðasta árs með undirritun samninga við ríkið, sveitarfélögin og Reykjavíkurborg sem gilda næstu fjögur ár. Á þessu samningstímabili ber okkur í Visku að vinna skipulega að því að tryggja eftirfylgni þeirra bókana sem fylgdu í samningunum. Jafnframt þurfum við að halda áfram að beita okkur fyrir öðrum mikilvægum hagsmunamálum sem snerta félagsfólk beint, þótt þau falli ekki undir hefðbundna kjarasamninga. Slík nálgun krefst skýrrar framtíðarsýnar, þrautseigju og öflugrar hagsmunagæslu. Starfsmatskerfi sem meta fjölbreytta hæfni Viska þarf að standa vörð um fjölbreytta hagsmuni háskólamenntaðra sérfræðinga – hóps sem starfar víða í samfélaginu og gegnir lykilhlutverkum á mörgum sviðum, en hefur of lengi setið eftir þegar kemur að kjörum og viðurkenningu á sínu framlagi. Eitt brýnasta verkefnið er að takast á við ósanngjarna stöðu margs félagsfólks í starfsmatskerfum og launatöflum hins opinbera, þar sem virði starfa þeirra er skekkt og sú sérfræðikunnátta sem þau leggja til í starfi sínu er ekki metin að verðleikum. Þetta eru krefjandi störf sem byggja á dýrmætri huglægri færni – samskiptahæfni, tilfinningagreind og faglegri umhyggju – eiginleikum sem halda samfélaginu gangandi en eru ekki metin til launa í kerfunum. Samfélagið þarf að viðurkenna raunverulegt virði þessara starfa, ekki aðeins í orði heldur einnig í launasetningu. Einnig þarf að tryggja félagsfólki aðgengi að símenntun og starfsþróun, faglegu sjálfstæði og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem krafa er gerð um árangur án þröngra mælikvarða. Sérfræðingar vinna oft undir miklu andlegu og faglegu álagi og mikilvægt er að byggja upp stuðningskerfi sem eykur vellíðan og dregur úr kulnun. Jafnframt þarf að tryggja atvinnuöryggi og skýra starfsferla. Námslánakerfið – réttlæti fyrir alla kynslóðir Breytingar á námslánakerfinu með tilkomu Menntasjóðs námsmanna voru sannarlega tilraun til bóta, við eigum þó eftir að sjá hvort hún hafi virkað. Hins vegar má ekki horfa fram hjá þeim sem tóku lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) og eru enn að greiða af þeim. Mörg sitja uppi með há lán, án möguleika á einhverslags niðurfellingu – og eru mörg í þeirri stöðu að greiða af lánum sínum út ævina. Þetta á sérstaklega við þau sem hófu störf seint, meðal annars vegna þess að starfsferill þeirra krafðist langrar menntunar, og þau sem hafa unnið störf þar sem krafist er háskólamenntunar án þess að launasetningin hafi endurspeglað þá menntun. Fjölmörg hafa einnig orðið fyrir tekjuskerðingu eða starfað lengi í láglaunastörfum þrátt fyrir sérfræðiþekkingu – og bera þess vegna hlutfallslega þyngri byrðar af námslánum sínum. Ef við ætlum að byggja upp réttlátt samfélag sem metur menntun að verðleikum, þá verðum við einnig að veita þessum hópi réttláta meðferð. Viska þarf að setja þessi mál á dagskrá og þrýsta á um leiðréttingu fyrir þau sem enn greiða af sínum LÍN námslánum. Framboð til stjórnar Visku Á undanförnum árum hef ég lagt mig fram um að vinna að uppbyggingu öflugs stéttarfélags, fyrst sem formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) og síðar sem gjaldkeri stjórnar Visku. Sú reynsla hefur fært mér dýrmæta innsýn í þau tækifæri sem felast í samstöðu – en einnig þá kerfisbundnu veikleika sem þarf að takast á við af festu og fagmennsku. Ég býð mig því fram til áframhaldandi setu í stjórn Visku en kosningar eru hafnar og standa yfir til miðvikudagsins 16. apríl. Hljóti ég stuðning og traust félagsfólksmun ég halda áfram að leggja áherslu á að Viska vinni fyrir sanngjörnum kjörum fyrir allt félagsfólk sitt, bjóði upp á öfluga þjónustu og sé sýnilegt stéttarfélag sem lætur til sín taka í þágu félagsfólks okkar, félagsfólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins á hverjum einasta degi. Höfundur er upplýsingafræðingur og frambjóðandi til áframhaldandi setu í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Viska er meðal yngstu stéttarfélaga landsins og varð formlega til 1. janúar 2024 með sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM. Eitt þessara stéttarfélaga var félagið mitt, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. SBU var rótgróið félag með öflugt félagsfólk með djúpa réttlætiskennd, en við vorum fámenn og oft leið okkur sem að rödd okkar í samfélaginu eða við kjarasamningsborðið væri lítil. Það var því okkur sem sátum í stjórn SBU augljós ágóði að sameinast í sterkt og öflugt félag sem gæti veitt framúrskarandi þjónustu og hefði burði til að berjast af krafti fyrir réttindum félagsfólks. Þessi vegferð hefur reynst farsæl. Nú þegar höfum við í Visku markað okkur mikilvæga stöðu – félagið er orðið eitt af stærstu stéttarfélögum landsins með vel skipulagða og burðuga skrifstofu sem veitir metnaðarfulla og markvissa þjónustu við félagsfólk og er tilbúin til að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru. Félagið sýndi styrk sinn í kjarasamningsviðræðum síðasta árs með undirritun samninga við ríkið, sveitarfélögin og Reykjavíkurborg sem gilda næstu fjögur ár. Á þessu samningstímabili ber okkur í Visku að vinna skipulega að því að tryggja eftirfylgni þeirra bókana sem fylgdu í samningunum. Jafnframt þurfum við að halda áfram að beita okkur fyrir öðrum mikilvægum hagsmunamálum sem snerta félagsfólk beint, þótt þau falli ekki undir hefðbundna kjarasamninga. Slík nálgun krefst skýrrar framtíðarsýnar, þrautseigju og öflugrar hagsmunagæslu. Starfsmatskerfi sem meta fjölbreytta hæfni Viska þarf að standa vörð um fjölbreytta hagsmuni háskólamenntaðra sérfræðinga – hóps sem starfar víða í samfélaginu og gegnir lykilhlutverkum á mörgum sviðum, en hefur of lengi setið eftir þegar kemur að kjörum og viðurkenningu á sínu framlagi. Eitt brýnasta verkefnið er að takast á við ósanngjarna stöðu margs félagsfólks í starfsmatskerfum og launatöflum hins opinbera, þar sem virði starfa þeirra er skekkt og sú sérfræðikunnátta sem þau leggja til í starfi sínu er ekki metin að verðleikum. Þetta eru krefjandi störf sem byggja á dýrmætri huglægri færni – samskiptahæfni, tilfinningagreind og faglegri umhyggju – eiginleikum sem halda samfélaginu gangandi en eru ekki metin til launa í kerfunum. Samfélagið þarf að viðurkenna raunverulegt virði þessara starfa, ekki aðeins í orði heldur einnig í launasetningu. Einnig þarf að tryggja félagsfólki aðgengi að símenntun og starfsþróun, faglegu sjálfstæði og heilbrigðu starfsumhverfi þar sem krafa er gerð um árangur án þröngra mælikvarða. Sérfræðingar vinna oft undir miklu andlegu og faglegu álagi og mikilvægt er að byggja upp stuðningskerfi sem eykur vellíðan og dregur úr kulnun. Jafnframt þarf að tryggja atvinnuöryggi og skýra starfsferla. Námslánakerfið – réttlæti fyrir alla kynslóðir Breytingar á námslánakerfinu með tilkomu Menntasjóðs námsmanna voru sannarlega tilraun til bóta, við eigum þó eftir að sjá hvort hún hafi virkað. Hins vegar má ekki horfa fram hjá þeim sem tóku lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) og eru enn að greiða af þeim. Mörg sitja uppi með há lán, án möguleika á einhverslags niðurfellingu – og eru mörg í þeirri stöðu að greiða af lánum sínum út ævina. Þetta á sérstaklega við þau sem hófu störf seint, meðal annars vegna þess að starfsferill þeirra krafðist langrar menntunar, og þau sem hafa unnið störf þar sem krafist er háskólamenntunar án þess að launasetningin hafi endurspeglað þá menntun. Fjölmörg hafa einnig orðið fyrir tekjuskerðingu eða starfað lengi í láglaunastörfum þrátt fyrir sérfræðiþekkingu – og bera þess vegna hlutfallslega þyngri byrðar af námslánum sínum. Ef við ætlum að byggja upp réttlátt samfélag sem metur menntun að verðleikum, þá verðum við einnig að veita þessum hópi réttláta meðferð. Viska þarf að setja þessi mál á dagskrá og þrýsta á um leiðréttingu fyrir þau sem enn greiða af sínum LÍN námslánum. Framboð til stjórnar Visku Á undanförnum árum hef ég lagt mig fram um að vinna að uppbyggingu öflugs stéttarfélags, fyrst sem formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) og síðar sem gjaldkeri stjórnar Visku. Sú reynsla hefur fært mér dýrmæta innsýn í þau tækifæri sem felast í samstöðu – en einnig þá kerfisbundnu veikleika sem þarf að takast á við af festu og fagmennsku. Ég býð mig því fram til áframhaldandi setu í stjórn Visku en kosningar eru hafnar og standa yfir til miðvikudagsins 16. apríl. Hljóti ég stuðning og traust félagsfólksmun ég halda áfram að leggja áherslu á að Viska vinni fyrir sanngjörnum kjörum fyrir allt félagsfólk sitt, bjóði upp á öfluga þjónustu og sé sýnilegt stéttarfélag sem lætur til sín taka í þágu félagsfólks okkar, félagsfólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins á hverjum einasta degi. Höfundur er upplýsingafræðingur og frambjóðandi til áframhaldandi setu í stjórn Visku stéttarfélags.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun