Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. apríl 2025 14:31 Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar