Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 16. apríl 2025 17:30 Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun