Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2025 16:01 Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Frístund barna Akureyri Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun