Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar 23. september 2025 09:01 Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Frístund barna Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar