Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar 24. október 2025 11:32 Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Hvalfjarðarsveit Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun