Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

    Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

    Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

    Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

    Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

    Lífið
    Fréttamynd

    „Seiglan og trúin sem liðið hafði var mögnuð“

    Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í enska bikarnum í kvöld. Liðið lenti undir í seinni hálfleik, en snéri taflinu við og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum.

    Fótbolti