Dregið í átta liða úrslitin í Mjólkurbikarmörkunum í beinni í kvöld Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós. Íslenski boltinn 12. ágúst 2021 16:01
Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Íslenski boltinn 12. ágúst 2021 15:01
Sjáðu markvörslurnar: Árni Marinó kom sá og sigraði Árni Marinó Einarsson var hreint út sagt stórkostlegur í marki Skagamanna er liðið vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Íslenski boltinn 12. ágúst 2021 07:32
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 23:12
Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel. Fótbolti 11. ágúst 2021 22:39
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - FH 1-0 | Skagamenn hentu tíu FH-ingum úr keppni ÍA vann 1-0 sigur á FH er liðin mættust á Norðurálsvellinum á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld. FH hefur ekki fallið svo snemma úr keppni í bikarnum í sjö ár. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 21:45
Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Völsungur 6-0 | Öruggt hjá Völsurum gegn Völsungum Valur vann 2. deildarlið Völsungs örugglega 6-0 er liðin áttust við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn eru því komnir í 8-liða úrslit. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 20:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 3-1 | Tvö mörk frá Gibbs er Keflavík fór áfram Keflavík er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á KA á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Keflavík hefur nú slegið út tvö lið í efri hluta Pepsi Max-deildarinnar í keppninni. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 20:30
Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 20:20
HK skoraði sjö og komst í 8-liða úrslitin HK vann 7-1 heimasigur á KFS frá Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Liðið verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit keppninnar á morgun. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 19:50
FH-ingar geta í kvöld komist í átta liða úrslit bikarsins sjöunda árið í röð Fimm lið munu tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld og bætast í hóp með Vestra og ÍR sem tryggði sig áfram í gærkvöldi. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 15:30
Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 12:00
Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 21:11
Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 21:04
Vestri skoraði fjögur á sjö mínútum og er á leið í átta liða úrslit Það var Lengjudeildarslagur þegar að Vestri tók á móti Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Markalaust var í hálfleik, en heimamenn skoruðu fjögur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 20:02
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-3 | Lygilegur uppbótartími og Breiðablik í úrslit Breiðablik mætir Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna eftir ótrúlega dramatík í Kópavogi. Íslenski boltinn 16. júlí 2021 23:00
Ásta Eir: Það má segja að um galdra hafi verið að ræða í sigurmarkinu Breiðablik sló út Val í ótrúlegum leik og eru komnar í úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þær mæta Þrótti. Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks var í skýjunum með ótrúlegar lokamínútur leiksins. Íslenski boltinn 16. júlí 2021 22:30
„Eins og draumur að rætast“ „Þetta er bara geggjað, þetta er eins og draumur að rætast,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þróttar, eftir 4-0 sigur síns liðs gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 16. júlí 2021 20:33
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - FH 4-0 | Þróttur í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni Þróttur tryggðu sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars kvenna með 4-0 sigri á FH í Laugardal í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í sögu Þróttar í undanúrslitum en bæði lið gátu með sigri komið sér í sinn fyrsta úrslitaleik. Íslenski boltinn 16. júlí 2021 19:51
„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“ „Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld. Fótbolti 16. júlí 2021 11:31
Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki. Íslenski boltinn 16. júlí 2021 10:00
Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Íslenski boltinn 15. júlí 2021 12:00
Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 28. júní 2021 16:30
Þetta er ótrúlega sjarmerandi keppni Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir stórleiknum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þegar Valur heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 28. júní 2021 15:00
Valur mætir á Kópavogsvöll í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna Það er sannkallaður stórleikur í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks fá Val í heimsókn. Í hinum leiknum mætast svo Þróttur Reykjavík og FH. Íslenski boltinn 28. júní 2021 13:01
Bikarmeistarar Víkings mæta KR í 16-liða úrslitum á meðan Völsungur mætir á Hlíðarenda Dregið var í 16-liða úrslitin í Laugardalnum í dag en leikirnir fara fram 11. og 12. ágúst. Bikarmeistararnir fá KR í heimsókn, Valur fær Völsung í heimsókn og HK fær 3. deildarlið KFS í heimsókn. Íslenski boltinn 28. júní 2021 12:40
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 1-4 | 1. deildarliðið niðurlægði Fylki FH er komið í undanúrslitin eftir að hafa gengið frá Fylki. Fyrri hálfleikurinn var heldur rólegur, en Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH á bragðið með laglegu marki undir lok fyrri hálfleiks.Í síðari hálfleik voru FH stúlkur með öll völd á vellinum og unnu á endanum 1-4 risa sigur. Íslenski boltinn 25. júní 2021 22:08
Agla María: Þetta er skemmtilegasta keppnin Agla María Albertsdóttir lék á alls oddi í 5-0 sigri Breiðabliks á Aftureldingu í Mjólkurbikar kvenna í kvöld en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Íslenski boltinn 25. júní 2021 21:34
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti