Franska undrið í sögubækurnar Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Körfubolti 1. mars 2024 17:31
Butler skartar „emo“ útlitinu í tónlistarmyndbandi Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartar athyglisverðu útliti í nýju tónlistarmyndbandi. Körfubolti 29. febrúar 2024 16:30
Luka Doncic hélt upp á afmælisdaginn sinn með glæsibrag Slóveninn Luka Doncic hélt upp á 25 ára afmælið sitt í gær en þurfti engu að síður að mæta í vinnuna í NBA-deildinni í körfubolta. Þar fór hann á kostum. Körfubolti 29. febrúar 2024 12:31
Tryggði sigurinn með trylltri flautukörfu frá miðju Max Strus skoraði ótrúlega sigurkörfu í nótt og kórónaði með því magnaða frammistöðu sína á lokamínútunum þegar Cleveland Cavaliers vann dramatískan 121-119 sigur á Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 28. febrúar 2024 10:00
Segir Guardiola besta þjálfara heims Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 26. febrúar 2024 23:30
Jokic með þrjár þrumuþrennur á aðeins fjórum dögum Það er eins og samveran með hinum stórstjörnum NBA-deildarinnar á stjörnuhelginni hafi kveikt í Jókernum. Körfubolti 26. febrúar 2024 16:45
Lögmálsliðar agndofa yfir rödd Zions: „Ég myndi alltaf vilja hafa svona mann á X-inu“ Í Lögmáli leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir slagsmálin í leik New Orleans Pelicans og Miami Heat og rödd ofurstjörnunnar Zions Williamson. Körfubolti 26. febrúar 2024 15:30
Óstöðvandi Celtics unnu áttunda leikinn í röð Boston Celtics unnu áttunda leik sinn í röð, 116-102 gegn New York Knicks. Paulo Banchero tryggði Orlando Magic sigur með villuskoti þegar innan við sekúnda var eftir og Kevin Durant varð níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 25. febrúar 2024 09:33
Fór allt í hund og kött í New Orleans Það fór allt í hund og kött í New Orleans þegar heimamenn í Pelicans mættu Miami Heat. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Miami en í fjórða leikhluta sauð upp úr á milli liðanna. Körfubolti 24. febrúar 2024 21:00
Framlengir til 2026 og verður launahæsti þjálfari deildarinnar Steve Kerr og Golden State Warriors hafa komist að samkomulagi um tveggja ára framlengingu á samningi þess fyrrnefnda til ársins 2026. Því fylgir launahækkun sem mun gera Steve Kerr að launahæsta þjálfara NBA deildarinnar. Körfubolti 24. febrúar 2024 14:14
Fjórir leikmenn reknir af velli í fjórða leikhluta Fjórir leikmenn fengu að fjúka af velli eftir átök sem brutust út í leik Miami Heat og New Orleans Pelicans í nótt. Körfubolti 24. febrúar 2024 10:16
Durant skýtur til baka á Barkley: „Töluðu um eitthvað neikvætt kjaftæði“ Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, hefur sent Charles Barkley tóninn eftir að hann gagnrýndi hann fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Körfubolti 22. febrúar 2024 16:30
Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing um NBA-deildina sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín. Körfubolti 19. febrúar 2024 23:01
Villufjöldinn í Stjörnuleik NBA segir meira en þúsund orð Forráðamenn NBA deildarinnar í körfubolta gerðu enn eina breytinguna á Stjörnuleiknum í ár og töluðu fyrir leik um væntingar sínar til harðari keppni inn á vellinum. Annað kom á daginn. Körfubolti 19. febrúar 2024 17:31
Barátta kynjanna: „Hún setti bara alvöru pressu á Steph Curry“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður fjallað um Stjörnuhátíð NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fór í Indianapolis um helgina. Körfubolti 19. febrúar 2024 16:01
Austrið vann Stjörnuleikinn og leikmenn hafa aldrei skorað meira Það vantaði ekki stigin þegar Austurdeildin fagnaði sigri í Stjörnuleiknum í Indianapolis í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2024 08:29
Ummæli Kenny Smith fóru öfugt ofan í marga Kenny Smith virðist hafa tekist að ýfa nánast hverja einustu fjöður á bandarísku þjóðarsálinni þegar hann lét dæluna ganga í lýsingu TNT sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þriggjastiga einvígi Steph Curry og Sabrina Ionescu. Körfubolti 18. febrúar 2024 20:34
Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Körfubolti 18. febrúar 2024 11:01
Tróð yfir Shaq til að tryggja sigur í troðslukeppninni Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er í fullum gangi en sjálfur stjörnuleikurinn er í kvöld. Í nótt fór troðslukeppnin fram og þar voru sýnd alvöru tilþrif. Körfubolti 18. febrúar 2024 09:30
Lélegasta skyttan í sögunni Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni fer fram annað kvöld en helgin er að vanda undirlögð af allskonar keppnum og uppákomum. Þriggjastiga keppnin hefur margt fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum helgarinnar, en margar af helstu stjörnum deildarinnar hafa spreytt sig á keppninni með takmörkuðum árangri. Körfubolti 17. febrúar 2024 23:30
Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Körfubolti 17. febrúar 2024 09:59
Heiðursstúkan: „Ég hef komið áður og ég hef alltaf tapað“ Það er Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fram undan á Stöð 2 Sport og tveir af öflugustu NBA-sérfræðingum Stöðvar 2 Sports mættu í Heiðursstúkuna og spreyttu sig á alls konar spurningum tengdum stjörnuhelginni og NBA. Körfubolti 16. febrúar 2024 08:31
Handtekinn fyrir að kýla andstæðing á bílastæði fyrir leik Isaiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons, var handtekinn fyrir líkamsárás fyrir leik liðsins gegn Phoenix Suns síðastliðið miðvikudagskvöld. Körfubolti 16. febrúar 2024 07:01
Handtekinn fyrir að slá annan leikmann fyrir NBA leik Isaiah Stewart, miðherji Detroit Pistons, var handtekinn fyrir að slá mótherja sinn Drew Eubanks hjá Phoenix Suns í íþróttahúsinu áður en kom að leik liðanna í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 15. febrúar 2024 09:01
Fyrrum NBA meistari handtekinn fyrir heimilisofbeldi Bryn Forbes, fyrrum leikmaður í NBA deildinni til sjö ára, var handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Körfubolti 14. febrúar 2024 20:31
Sambandsslit hjá Jordan og Pippen Einu skrýtnasta sambandi síðasta árs er lokið. Erlendir fjölmiðlar fjalla um það að Jordan og Pippen séu hætt saman. Körfubolti 14. febrúar 2024 12:31
Nýliðinn Wembanyama með magnaðar tölur í nótt Victor Wembanyama átti frábæran leik í nótt þegar lið hans San Antonio Spurs fór illa með Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 13. febrúar 2024 14:16
Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Körfubolti 11. febrúar 2024 09:31
Kobe Bryant fær ekki eina styttu af sér heldur þrjár Los Angeles Lakers frumsýndi í nótt nýja styttu af Kobe Bryant en um leið kom í ljós að hann fær ekki eina styttu heldur þrjár. Körfubolti 9. febrúar 2024 06:31
Fyrrum NBA meistari þarf hjartaígræðslu Scot Pollard spilaði í meira en áratug í NBA-deildinni í körfubolta og varð NBA meistari með Boston Celtics árið 2008. Hann þarf nú á lífsbjörg að halda. Körfubolti 8. febrúar 2024 09:01