Spánn

Fréttamynd

Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi

Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Elsta manneskja heims látin

Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. 

Erlent
Fréttamynd

Höfðu hendur í hári barns­morðingjans

Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu ára drengur myrtur á Spáni

Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag.

Erlent
Fréttamynd

Puigdemont snýr aftur til að gera það ljóst að bar­áttan fyrir sjálf­stæði Kata­lóníu heldur á­fram

Frá 1714 hefur Spánn litið á Katalóníu sem nýlendu, með ríkisfjármálarán upp á 22.000 milljónir evra árlega (10% af vergri landsframleiðslu Katalóníu!) og með kynþáttafordómum gegn Katalóníu. Og þetta hefur lifað til þessa dags og þess vegna þurfum við sjálfstæði Katalóníu. Við skipulögðum þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt árið 2017 og vegna kúgunarinnar í kjölfarið hefur Puigdemont forseti þurft að vera í útlegð í Belgíu í 7 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur

Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mæla ferða­mönnum á Majorka

Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“

Erlent
Fréttamynd

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingur fannst látinn á Spáni

48 ára Íslendingur fannst látinn á föstudag á Spáni. Þetta fæst staðfest af utanríkisráðuneyti en frekari upplýsingar af málinu, og hvers eðlis það er, fást ekki að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

Lík Jay Slater fundið

Spænska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst af manni á Tenerife fyrr í dag er af Jay Slater. Við fyrstu sýn virðist eins og um slys hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Sturluðust allir úr gleði þegar mynd­band náðist af Ágústi fara holu í höggi

„Þetta var hreinlega mögnuð tilfinning, ég verð að viðurkenna það. Þetta sló mann alveg og það var lítið sagt í golfbílnum eftir þessa holu, það er smá spennufall sem fylgir þessu,“ segir kylfingurinn Ágúst Freyr Hallsson sem náði því merkilega afreki að fara holu í höggi seint á síðasta ári á 17. holunni á Campoamor á Spáni.

Golf
Fréttamynd

Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol

Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Enn slasast tugir í ó­kyrrð

Farþegaþotu sem var á leið frá Madríd á Spáni til Montevideo í Úrúgvæ var lent í Brasilíu í nótt eftir að tugir slösuðust um borð í mikilli ókyrrð.

Erlent
Fréttamynd

Leitin að Slater blásin af

Allsherjarleit að breska táningnum Jay Slater, sem hófst í gær, hefur verið blásin af. Hans hefur verið saknað á spænsku eyjunni Tenerife síðan 17. júní.

Erlent
Fréttamynd

Efna til allsherjarleitar að Slater

Allsherjarleit að Bretanum Jay Slater, sem hefur verið týndur á Kanaríeyjunni Tenerife í tæpar tvær vikur, fer fram í dag. Sjálfboðaliðar víða af eyjunni hafa verið kallaðir út til að aðstoða við leitina. 

Erlent