Eldri borgarar

Fréttamynd

Fordómar og COVID

Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot

Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður úttektar á Tryggingastofnun öllum áfall

Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold

Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Innlent
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.

Innlent