
Stjarnan

HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum
HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24.

Eyjólfur yfirgefur Stjörnuna og gengur til liðs við uppeldisfélagið
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson hefur ákveðið að yfirgefa Stjörnuna eftir sex ár hjá félaginu. Hann gengur til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 68-94 | Öruggur sigur Stjörnumanna og Þórsarar enn án stiga
Þór og Stjarnan áttust við í 4. umferð Subway deildar karla í dag. Heimamenn stigalausir fyrir leikinn en gestirnir með tvö stig. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu gestirnir fram úr þegar líða fór á seinni hálfleikinn og höfðu að lokum 26 stiga sigur, 68-94.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 36-33 | Stjarnan á toppinn eftir sigur í toppslagnum
Í kvöld mættust Stjarnan og Valur í svokölluðum toppslag í TM höllinni. Stjarnan leiddi mest allan leikinn og átti sigurinn skilið. Lokatölur 36-33 Stjörnumönnum í vil.

Dagur er risinn í Garðabænum
Eftir fremur rólegt fyrsta tímabil hjá Stjörnunni hefur Dagur Gautason byrjað þetta tímabil af miklum krafti og segja má að nýr dagur sé upprisinn í Garðabænum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 92-97 | Fyrsti útisigur Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn fylgdu eftir góðum sigri í síðustu umferð með sigri á Stjörnunni 92-97.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 23-31 | Stjörnuframmistaða Vals í seinni hálfleik
Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki.

Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör
Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga
Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20.

Umfjöllun: Stjarnan - KA 30-24 | Stjörnumenn skelltu í lás í seinni hálfleik
Stjarnan er enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á KA, 30-24, í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu dag. Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni voru Stjörnumenn mun sterkari aðilinn og héldu KA-mönnum í aðeins sjö mörkum.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 17-18 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur
Stjarnan fékk sín fyrstu stig í Olís-deild kvenna í handbolta í dag eftir eins marks sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum, 18-17.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 80-65 | Keflvíkingar unnu fyrsta heimaleikinn sinn
Keflavík vann í kvöld 15 stiga sigur á heimavelli gegn Stjörnunni í Subway-deild karla, 80-65.

„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld.

Rassskelltu hvort annað í fyrra en hvað gerist í kvöld
Keflavík og Stjarnan geta bæði komist upp að hlið Njarðvíkur og Tindastóls á toppi Subway-deildar karla í körfubolta þegar þau mætast í Keflavík í kvöld.

Ágúst tekur við Stjörnunni
Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Segir að Stjarnan fái ekki Heimi
Heimir Hallgrímsson verður ekki næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football.

Heimir mögulega að taka við Stjörnunni
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segist hafa átt í viðræðum við fjölmörg félög en vildi ekki tjá sig um orðróminn þess efnis að hann gæti verið að taka við Stjörnunni.

Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik
Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik.

Stjörnumenn spila sinn fyrsta deildarleik í 24 daga í kvöld
Stjarnan er eitt af þremur liðum í Olís deild karla í handbolta með fullt hús stiga. Ólíkt hinum tveimur þá hefur Stjarnan aðeins spilað einn leik. Garðbæingar tvöfalda þá tölu í Hafnarfirðinum í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu
Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102.

Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt
Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok.

Þorvaldur hættir að þjálfa Stjörnuna en verður rekstrarstjóri hjá félaginu
Þorvaldur Örlygsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður þó áfram hjá félaginu því hann hefur verið ráðinn rekstrarstjóri knattspyrnudeildar þess.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 28-25 | Fram mætir Val í bikarúrslitum
Fram er komið í úrslit í Coca-Cola bikarsins eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi leik á Ásvöllum. Lokatölur 28-25 og það er því Fram sem mætir Val í úrslitaleiknum.

Aðeins eitt lið í deildinni á næsta ári sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari
Næsta sumar verða ellefu Íslandsmeistarafélög í fyrsta sinn í sögu efstu deildar karla en þetta var ljós eftir úrslit helgarinnar.

Rakel Dögg: „Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur“
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var sátt með margt í leik síns liðs í dag en segir vonda kaflann í seinni hálfleik einfaldelga hafa kostað þær leikinn.

Umfjöllun: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir
Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils.

Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti
Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn.

Halldór Orri spilar kveðjuleik sinn á laugardaginn
Stjarnan tekur á móti KR í 22. og síðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta á laugardaginn og þar mun einn maður eiga hug og hjörtu stuðningmanna Stjörnunnar.

Valgeir var búinn að bíða í yfir tvö þúsund mínútur eftir þessu marki
Valgeir Valgeirsson var búinn að bíða mjög lengi eftir marki þegar hann tryggði HK lífsnauðsynlegan sigur í Kórnum í gærkvöldi.