Jóladagatal Vísis

Jóladagatal Vísis: Selma og Jónsi koma með jólin til þín
Hvað gerist ef við blöndum saman einhverjum bestu söngvurum landsins og einu besta og ástsælasta jólalagi þjóðarinnar? Útkoman er hér, í síðasta lagi Jóladagatals Vísis.

Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin
Þorláksmessa er runninn upp og jólin eru bókstaflega handan við hornið. Af því tilefni verður lag dagsins með örlitlu breyttu sniði, en ekki er um eitt lag að ræða heldur heila tónleika.

Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól
Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016.

Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi
Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri.

Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga
Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað.

Jóladagatal Vísis: Gamlir og nýir tímar mætast í myndbandi við lag Klöru
Þjóðhátíð er landsmönnum mögulega ekki efst í huga korter í jól, en það kom ekki annað til greina en að leyfa einu vinsælasta lagi ársins, Eyjanótt með Klöru Elías, að vera partur af Jóladagatali Vísis.

Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar
Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári.

Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska
Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er klassískt, fallegt jólalag sem hefur fylgt kynslóðum áratugum saman eða réttara sagt frá árinu 2009.Lagið sem um ræðir er Það snjóar.

Jóladagatal Vísis: Tryllt syrpa með Frikka Dór og Steinda
Kæru lesendur. Það er kominn 16.desember og ekki lengur hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að jólin eru á næsta leiti. Það er föstudagur og þess vegna erum við ekki með eitt lag í Jóladagatali Vísis í dag, ekki tvö, heldur þrjú!

Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið
15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar.

Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu
14. desember er runninn upp. Lag dagsins er stuðsmellur af bestu gerð, tilvalinn með jólatiltektinni eða til að létta lundina í bílnum í jólaumferðinni.

Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt
Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp.

Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara
Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu.

Jóladagatal Vísis: Hlýtt í hjartað eftir flutning Ragga Bjarna og Eyþórs Inga
Kæru lesendur. 11 desember er runninn upp og hér erum við mætt með lag dagsins sem gefur hlýtt í hjartað. Hér má sjá einstakan flutning vinanna Ragga Bjarna og Eyþórs Inga á laginu Froðan eftir Geira Sæm og Þorvald Davíð.

Jóladagatal Vísis: Stjórnin í fantastuði
Runninn er upp 10.desember. Það er laugardagur og hvorki meira né minna en tvær vikur í jólin. Við erum að komast í rétta gírinn og viljum fá þig með.

Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck
Í febrúar á þessu ári gáfu Reykjavíkurdætur út sína eigin útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, All Out of Luck, sem Selma Björnsdóttir gerði ódauðlegt í Eurovision keppninni árið 1999.

Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar
Valdimar er auðvitað fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn allra besti söngvari þjóðarinnar. Hér bregður hann sér í hlutverk bæði Björgvins Halldórssonar og Svölu þar sem hann tekur lagið Fyrir jól - sem auðvitað er löngu orðið ódauðlegt.

Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta
Við ætlum halda gleðinni áfram í jóladagatali Vísis. Nú er komið að klassík frá einum helsta rappara þjóðarinnar, okkar eina sanna Emmsjé Gauta sem hér er á ferðinni með einn af sínum þekktustu slögurum, Þetta má.

Jóladagatal Vísis: Klassísk íslensk rómantík undir ljúfum tónum Nylon stúlkna
Í stressinu og hraðanum í desember er nauðsynlegt að gefa sér tíma inn á milli til að setjast niður, kveikja á kertum, láta ljúfa tóna á fóninn og slaka á. Lag dagsins í dag, 6. desember er einmitt hugsað fyrir slíka stemningu.

Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins
5. desember er runninn upp og við fögnum því með fersku lagi úr Jóladagatali Vísis. Lag dagsins er sannarlega ekki af verri endanum. Að okkar mati er um að ræða fullkomið mánudagslag til að koma okkur í rétta gírinn og hrista af okkur mögulegt slen eftir helgina.

Jóladagatal Vísis: Vetrarnótt í einstökum flutningi Friðriks Ómars sem eldist ekki
Við höldum ótrauð áfram með jóladagatal Vísis. Það er komið að fyrsta, og líklega einu af fáum jólalögum í þessari seríu. Hér er okkar ástkæri Friðrik Ómar mættur í allri sinni dýrð með hið fallega lag, Vetrarnótt.

Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur
Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns.

Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu
Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er Feiminn með Bríet. Söngkonan ástsæla tók lagið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben árið 2019.Bríet sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn en við flutningin naut hún dyggrar aðstoðar Sóla Hólms sem sýndi fádæma hljómborðsleik.

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni
Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt
Borgarleikhúsið hefur boðið landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember hefur verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins glatt með fjölbreyttum atriðum.

Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina
Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jóhann Sigurðsson syngur eitt jólalegasta lagið
Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Hugljúf útgáfa af Litla trommuleikaranum
Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Sömdu jólalag um hundinn sinn
Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jólastressið hverfur með sjósundi
Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.