Mannanöfn Sigurður Konráðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun