Þekkir þú einhvern Sigurberg? Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2018 11:00 Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun