Mér ofbýður Kjartan Mogensen skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun