Innri og ytri fegurð Úrsúla Jünemann skrifar 18. desember 2018 07:00 Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar