Áramóta-hate Haukur Örn Birgisson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar