Þeir fiska sem róa Helga Björg Loftsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:31 Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Sjávarútvegur Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar